Gæðaflokkar

A+
Þessir boltar líta út og hegða sér eins og nýir boltar. Þeir geta verið með litlum merkingum frá fyrri eigendum en engum útlisgöllum. Þetta eru einslegnir boltar sem hafa týnst eftir fyrstu tvö höggin. Boltarnir geta verið með fyrirtækja- eða liðamerkingar á sér.


A
Þessir boltar geta verið með smávægilegar merkingar sem aftra þeim frá að falla í flokk A+. Þetta geta verið litlar merkingar frá fyrri eigendum eða smávægilegt scuff eða för á boltunum. Flestallir sem skoða þessa bolta telja þá vera A+ bolta. Þeim svipar til nýs bolta sem hefur verið leikið með í 2-3 holur. Glansinn og liturinn á boltunum getur verið mismunandi en eiginleikar boltans eru í fullkomnu standi. Boltarnir geta verið með fyrirtækja- eða liðamerkingar á sér.


B
Þetta eru boltar sem þú hefur leikið með í nokkrar holur (þeir líta ekki út fyrir að vera nýir lengur en þú myndir halda áfram að tía þá upp!). Þeir geta verið með merkingar fyrri eigenda eða lítil scuff eða för á boltunum en ekkert sem myndi hafa áhrif á eiginleika boltans. Boltarnir geta verið með fyrirtækja- eða liðamerkingar á sér.


Endurnýjaðir (e. refinished)
Þegar talað er um endurnýjaða golfbolta er einfaldlega átt við notaða bolta sem hafa verið endurnýjaðir með sérstakri aðferð á þann hátt að þeir líti út og virki eins og nýir. Flestir endurnýjaðir boltar sem við seljum eru annaðhvort nýir eða nýlegir boltar sem týnst hafa í leik eða farið forgörðum á annan hátt. Aðferðin felst í því að boltarnir eru þvegnir í nýjum og góðum tækjum upp úr sterkum umhverfisvænum efnum, þannig að allar merkingar, blettir og önnur óhreinindi hverfa.

 

Nýleg rannsókn sýnir að notaðir eða endurnýjaðir boltar ná yfirleitt um 99% af högglengd nýrra bolta.